Stúdíó

 

UM

Sei hefur verið starfrækt frá árinu 2015 og er stofnað af Shruthi Basappa og Einari Hlé Einarssyni.

Við erum ung stofa með áherslur á innsæi og tilfinninganæmi notandans, en notfærum okkur jafnframt forritunarferla og algóritma í okkar hönnun. Opnar rannsóknir og tilraunastarfsemi stýrir okkur í átt að hönnunarlausnum. Okkar áhugasvið liggur jafnfætis á sjálfsprotnum timburhjöllum fortíðarinnar sem og framsæknustu tilraunabyggingum nútímans.

TEYMI

Barbara Sopolinska

barbara@seistudio.is

Einar Hlér Einarsson

einar@seistudio.is

Shruthi Basappa                     

shruthi@seistudio.is

Rannsóknir

Sniðmót

 

Sei er að þróa ný, sveigjanleg steinsteypumót með það að markmiði að lækka byggingarkostnað, auka á sjálfvirkni og efla íslenskt atvinnulíf.

Verkefnið hefur verið styrkt af ýmsum opinberum sjóðum og er áframhaldandi þróun.

v3d9bikq atvinnumal-kvenna-box-800x600 ataktilatvinnuskopunar-logo_minna

Fréttir

Sei hlýtur 3. verðlaun í samkeppni um hjúkrunarheimili á Selfossi.

Sei hlaut 3. verðlaun í samkeppni um hjúkrunarheimili á Selfossi. Tillöguna er hægt að skoða undir verkefni.

Lesa

Rýni: Scarcity in excess

Shruthi skrifar um bókina Scarcity in excess sem kom út árið 2014 í The Reykjavík Grapevine.

Lesa

Funkishúsin á Íslandi

Stutt greinargerð um deilin í fyrstu funkishúsunum á Íslandi. Birt árið 2014 og unnið fyrir Minjastofunun Íslands.

Lesa

fallegasta byggingin: barðavogur 13

Fréttatíminn spurði okkur út um uppáhaldsbygginguna okkar á Ísland og ástæður fyrir valinu. Heimili listmálarans Kristjáns Davíðssonar og fjölskyldu, teiknað af Mannfreð Vilhjálmssyni í Reykjavík varð fyrir okkar vali vegna meistaralegrar meðhöndlunar ljóss, rýmis, strúktúrs og einingar án þess að góðri hönnun og þægindum hafi verið fórnað í nafni sparnaðar.

Lesa

flying or fleeting

Grein sem birtist í mænu árið 2015 um hreyfingu í arkitektúr.

Lesa

Hafðu Samband

+354 552 9385

+354 699 1130

einar@seistudio.is

shruthi@seistudio.is

 

Sei ehf.

Árleyni 2

113 Reykjavík

Ísland

Kt. 410715-1120

Back

Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði

Back

Chopin Concert Hall

Back

Garðabær Rammaskipulag

Back

Hengifossá

2016

Samkeppnistillaga

Hönnunarteymi:

Shruthi Basappa

Einar Hlér Einarsson

Tillaga að göngustíg og lítilli þjónustmiðstöð í tengslum við Hengifossá á Austfjörðunum.

Back

Skrifstofur Alþingis

2016

Samkeppnistillaga

Hönnunarteymi:

Shruthi Basappa

Einar Hlér Einarsson

For the new offices of Althingi (The National Parliament) Sei proposed a glass building on a concrete plinth, clad with PVC fabrics. The material is a reference to the importance of the fishing industry in Iceland and also look a little bit like fish hung out to dry.

 

Fyrir nýjar skrifstofur Alþingis lagði Sei til glerbyggingu á steyptum grunni sem klædd yrði með strekktum PVC dúk. Er það tilvísun í sterka siglingarhefð Íslands en jafnframt varð endanlegt form dúkanna einnig eitthvað sem líktist þurkun fiskiflaka, þaðan sem grundvöllur undir allt annað atvinnulíf kemur.

Back

Lyngás, Gardabæ

Back

Sniðmót

2015 – Í gangi

Rannsóknarverkefni

Teymi:

Shruthi Basappa

Einar Hlér Einarsson

Barbara Sopolinska

Sniðmót eru sveigjanleg steinsteypumót, gerð úr dúk, fyrir almennan uppslátt í byggingargeiranum. Okkar markmið er að verða valkostur, í stað hefbundinna móta, fyrir allar tegundir steypuframkvæmda.

Back

ROK

2015

Breytingar / Endurbætur

Hönnunarteymi:

Shruthi Basappa

Einar Hlér Einarsson

Þetta hús, sem stendur við Frakkastíg gegnt Hallgrímskirkju var áður einbýlishús. Húsið var byggt á þriðja áratugnum og áður en enduruppbygging hófst var það hreinsað alla leið niður að steinveggjunum einum sem nú sjást að innan. Veitingastaðurinn ROK hefur verið starfræktur í uppgerðu húsinu frá árinu 2016. Verkefnið naut aðstoðar frá Apparat arkitektum.

Back

ástjarnakirkja

2014

Samkeppnistillaga

Hönnunarteymi:

Shruthi Basappa

Einar Hlér Einarsson

In response to a brief to design a Community Centre for a local church in Hafnarfjordur, Sei proposed a ‘temporary’ fabric cube as a stand-in church, even as the community space was centred around a usable courtyard space. The final church design would take over the same cube with an adaptable roof.

Tillaga að samkomuhúsi og kirkju fyrir Ástjarnakirkju í Hafnarfirði. Tillaga gerir ráð fyrir að í stað varanlegrar kirkju er fyrst sett up tjald sem hefur sama form, fullkomin ferningslaga teningur, sem seinna verður skipt út. Í lofti endanlegrar kirkjunnar yrði komið fyrir sveigjanlegu lofti sem bregst við mismunandi aðstæðum í sal.